Why is more housing being planned in the RCA? / Forðið Höfuðborgarsvæðinu frá frekari húsbyggingum undir fölsku flaggi!

17 Jul

„By building sustainable towns and cities, you will build global sustainability” Ban Ki-moon proclaimed by the end of the sustainability conference in Rio just recently. He can dream on as long as national governments shift the responsability for sustainability to the local level of competing municipalities that want to grow in competition with each other, dumping the consecequent troubles on the individuals in the city. This scenario seems pretty apparent in the Reykjavik capital area both before and after the financial meltdown, (an article published in Fréttablaðið daily newspaper).

„By building sustainable towns and cities, you will build global sustainability” sagði aðalritari Sameinuðu þjóðanna í lok Ríóráðstefnunnar á dögunum. Þetta eru bara draumar svo lengi sem ríkisvaldið þrýstir allri ábyrgð á sjálfbærni niður á borgirnar sem vilja bara vaxa í samkeppni hver við aðra og ýta vandræðum sem af því hlýst niður á þegnana. Þess ber höfuðborgarsvæði Íslands glöggt vitni.

Fólksfjölgun, fólksfjölgun! segja skipuleggjendur borgarinnar og kynna nýjar skipulagsáætlanir fyrir meiri íbúðabyggð á höfuðborgarsvæðinu. Þótt fjölgun íbúða í borginni hafi aukist miklu meir en íbúafjöldinn fyrir hrun (sjá graf 1) og þótt ofgnótt sé líka af annars konar húsnæði sem er vannýtt og hægt væri að breyta í íbúðarhúsnæði. Rannsóknir sýna að fjölmargar borgir eru heldur að skreppa saman (www.shrinkingcities.com) en vaxa, þótt þær vilji ekki viðurkenna það. En hver gæti verið hinn raunverulegi hvati að vexti höfuðborgarinnar?

Nú hefur svo verið búið í haginn að hálfu Ríkisins að skuldir sveitarfélaga megi ekki vera umfram 150% af heildartekjum (sjá graf 2) og eigi því markmiði að vera náð innan tíu ára. Skuldirnar eru svo miklar að sveitarfélögin verða að skaffa sér miklu meiri tekjur eigi þau að geta boðið uppá lögboðna þjónustu. Er þá nokkuð augljósara til fljótlegrar fjáröflunar en það að stuðla að húsbyggingum til að draga að sér fleiri íbúa og þannig geta innheimt meiri gjöld og skatta til að geta borgað niður skuldirnar?

Ef þetta er hvatinn hefur ríkið lagt drögin að ‘spennandi’ kapphlaupi sveitarfélaga um íbúa og fermetrafjölda til að innheimta útsvar af fleiri íbúum og gjöld af fleiri fermetrum og lóðum. Ef dæma má af áætlunum tveggja stærstu sveitarfélagana eru drögin fyrir frekari byggingar ólík eftir svæðum innan höfuðborgarssvæðisins: Þétting byggðar í miðbæ Reykjavíkur og áframhaldandi byggð út um holt og hæðir í Kópavogi. Hvað skyldi þá seljast betur: ‘sjálfbær’ íbúð í miðborg Reykjavíkur þar sem hægt er að hjóla eða ganga í vinnuna eða einbýlishúsalóð í úthverfunum með 50% afslætti og útsýni yfir Esjuna?

Samkeppnin milli sveitarfélaganna virðist ólík og ef til vill enn harðvítugri en fyrir hrunið þar sem sveitarfélögin bjóða nú uppá margvíslegri lausnir. Bæði skipulagsdrögin sem hér greinir bjóða uppá umhverfi sem hefur sýnt sig að skapar meiri vandamál en þau leysa og bundið hefur fjölmargt fólk á klafa nú þegar. Lítur svo út að hrein sölumennska komi til að skera úr um hvor lausnin verður ofan á og hverju verði meir þjarmað að: gömlu húsunum í miðbænum (efnislegum menningararfi) eða vatnsbólunum, með mengandi flugvelli fyrir ofan Gvendabrunna, og mögulegu ræktarlandi í útjaðrinum (lifibrauði framtíðarinnar).

Má vera að þetta komi til að taka sig vel út pappírum ríkisins: Atvinnusköpun í byggingariðnaði og  minna skuldug sveitarfélög án þess að ríkið taki neitt tap sem gæti fælt frá erlenda fjárfesta. En áhugavert verður að fylgjast með hvernig ábyrgir stjórnmálamenn munu færa sannfærandi rök fyrir sjálfbærninni (skjölin sem lögbjóða þróunina hafa reyndar innbakað sjálfbærnitungutak án þess að það sé sérlega trúverðugt þegar málin eru skoðuð í heild).

Þótt það sé atvinnuskapandi, er það sóun að leggja drög að, og vinnu í frekari byggð þegar nóg er til af húsnæði, sumt liggjandi fyrir skemmdum hálfklárað. Ekki síst þegar allt er á huldu um framvindu fólksfjöldans vegna kreppunnar. Lítið sem ekkert bólar á því að unnið sé með með aðlögun húsnæðisins sem til er til að sinna hinni raunverulegu þörf sem fyrirliggur. Ekki er vanþörf á íbúðarhúsnæði sem er hentugt í notkun og sem fólk hefur efni á, hér með talið fólk sem ekki hefur komist inn á húsnæðismarkaðinn eða hefur verið hent út af honum vegna hrunsins.

Dæmi sýna (t.d. húsnæðisstefna stjórnvalda í Noregi eftir seinna stríð) að það er ekkert samhengi milli efnahags og getu ríkisins til að sjá öllum íbúum fyrir húsnæði viðráðanlegu verði. En pólitískur vilji þarf að vera fyrir hendi.

Þegar kemur að breyttum áherslum í umhverfis- og auðlindastjórnun er viðkvæðið gjarna þetta: „Við viljum ekki fara aftur í torfkofana, er það nokkuð”? Þetta drepur á dreif allri umræðu um alvöru sjálfbærni.

Við spyrjum á móti: hvað skal til að byggt umhverfi Reykjavíkursvæðisins geti öðlast eins mikla hæfni til að aðlagast aðstæðum og þola áföll og torfkofarnir? Við gætum þurft á því að halda fyrr en okkur grunar.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: