Steering the Urban Development

9 Nov
The presentation of new urban plans Reykjavík after the crash express dissociation to the developments in the boom, and there seem to be many new ideas about how to increase public involvement in the processes. However, the actual plans open up many questions: To which degree are the new developments a legacy of the past? How much public involvement is really welcomed by the authoroties? Are neighborhoods that were badly hit by the crisis worse or better off with ‘new’ policies? And: Does the scale of the plans affect how willing the authorities to involve the public in decisionmaking. (The article was published in the Fréttablaðið daily paper and triggered a response from politicians that are currently responsible for the developments).
.

Fagna ber nýlegum pistli ráðamanns hjá Reykjavíkurborg um góð tengsl borgar og sjávar. Gott ef Geirsgata verður gerð að borgargötu og bílum þannig verði gert minna hátt undir höfði í borgarmyndinni. Tilvísun í skala gamla bæjarins fyrir nýbyggingar, og endurnýting gamalla bygginga í miðbænum er til fyrirmyndar.

Greinin kallar þó fram áleitnar spurningar.


Vinnur borgin kerfisbundið með endurnýtingu bygginga, líka í öðrum bæjarhlutum, og á hvern hátt? Getur almenningur, sem hefur áhuga á að vannýttar byggingar í nágrenninu nýtist betur, komið að málinu í samvinnu við borgaryfirvöld?

Smáskalabyggð með neðanjarðarbílastæðum við höfnina hljómar vel og tekur sig fallega út á glansmyndum þótt hætt sé við að hún auki fjarlægðina og skapi fyrirstöðu á milli gamla hverfisins og hafnarinnar. Stóra spurningin er þó hvort rökrétt sé að byggja á dýrasta grunninum í bænum þegar þörfin hefur aðallega aukist fyrir ódýrt íbúðarhúsnæði eftir hrunið. Hár byggingarkostnaður á þessum stað gerir áform um félagslega blandaða byggð óraunsæ. Eins auka áætlanir um hátt hlutfall lítilla íbúða einsleitni þar sem ekki er pláss fyrir barnafjölskyldur og annars konar sambýli sem gæti boðið upp á margbreytileika.

Ef borgin lætur einkageiranum eftir stjórnina á framkvæmdinni mun hún nær örugglega neyðast til að éta ofan í sig gamla drauma um ódýrar íbúðir og margbreytileika við höfnina síðar. Þetta sanna dæmi, t.d. í Ósló sem staðið hefur í svipuðu ferli. Til að minnka kostnaðinn ætti borgin að leita fyrirmynda í þokkafullri íbúðabyggð á sanngjörnu verði, en þetta er nær einungis að finna þar sem íbúarnir sjálfir, eða borgin fyrir þeirra hönd, stjórnar framkvæmdinni og býr til reglurnar án aðkomu aðila sem aðeins vilja koma að málinu til að fjárfesta og ávaxta pund sitt vel. Það væri líka miklu ódýrara að byggja í ónýttum millibilum í borginni (t.d. öllum gæsluvöllunum sem lagðir eru niður) og í ókláruðum hverfum á jaðrinum með ofgnótt ónýtts rýmis og innviða. Þetta hefði einnig þann kost að skjóta stoðum undir meiri þjónustu og atvinnutækifæri inni í hverfunum og drægi því úr þörf fyrir notkun einkabílsins.

Í Ósló er þekkt að öflugu fyrirtækin í byggingariðnaðinum séu með fólk í fullri vinnu sem eins konar hrægamma á skrifstofum borgarskipulags til að þvinga í gegn byggingar á stöðum þar sem hægt er að selja lúxusíbúðir, meðan grannar sem ekki líst á blikuna og sem stunda aðra vinnu á skrifstofutíma fá ekki rönd við reist. Forðist Reykjavíkurborg þess konar þrýsting, getur hún aftrað meira tjóni en orðið er, í borg þar sem forsendur fyrir byggð hafa gjörbreyst eftir hrunið.

Vík ég nú að „smáatriði” í textanum um að svæðið milli miðbæjarins og Hörpu sé „tekið út fyrir sviga…vegna áforma erlendra aðila að byggja hótel”. Er hótelið bleiki fíllinn í miðbænum sem byggja á fyrir framan tónlistarhúsið? Er sátt um að Harpa verði helst sýnileg frá bílum sem keyra Sæbraut, úr leðurstólum Seðlabankans og hótelgluggum lúxushótels? Felst í þessu áhætta um slæma landkynningu, þegar gestir fara að spá í hvaða asnar Íslendingar séu að klína útlensku merkjahóteli af miklu ódýrari hönnun fyrir sunnan Hörpuna? Var ekki horfið frá hugmyndinni um að Harpa ætti að vera falin bak við aðrar byggingar þegar ákveðið var nota að rándýrt listaverk sem efni í útveggina? Byggingin er sérhönnuð til að hennar sé notið sem skúlptúrs úr fjarlægð. Hefur aldrei verið íhugað að búa til opið almenningsrými yfir bílastæðahúsið sem er í byggingu undir reitnum úr því sem komið er? Er ekki til heppilegri reitur fyrir hótel, eða aðrar byggingar sem væri hægt að endurnýta til þess arna, t.d. einhverjir hálfbyggðu lúxusturnanna við Sæbraut með útsýni bæði til Hörpu og Esju? Er stolt landans, (þrátt fyrir skuldabaggann) þar sem hann nýtur útsýnisins úr miðbænum til eins stærsta tónlistarhúss heims með Esju í bakgrunninn, einskis virði? Hvað þýðir að taka hlutina út fyrir sviga í skipulagsmálum: Að sleppa því að stjórna og láta „erlenda aðila” stjórna borginni, í hagnaðarskyni?

Það er alvarleg rangfærsla í lokaorðum greinarinnar um að horfið sé frá útþenslu borgarinnar, því áætlanir liggja fyrir um iðnaðarsvæði austan við byggðina, langt út á græna útivistarsvæðið, því miður. Ágætt ef þeir sem bera ábyrgðina geri grein fyrir hverju þetta sætir.

Ég nýti tækifærið til að samþykkja nafnið Spilhúsastíg, sem spurt er hvort ekki sé bara samþykkt. Gott mál, en væri hægt að biðja um samþykki borgaranna í afdrifaríkari málum?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: