The rise and fall of Reykjavík?

7 Mar

This article questions the logic of a new masterplan which is being designed for Reykjavík and presented in spring 2013. The politicians claim they are implementing sustainable plans for the city learning the lessons from the crisis. However, this article suggests that the problems posed in the built environment, by the bubble and the subsequent crash, are ignored and the old city and the green structures of Reykjavík are in danger of damage by the new plans. The article was published for scibe by one of a couple and certainly the most widely read architecture blog in Iceland. The blog generated lively discussions in the city. Thanks to Hilmar Þór Björnsson, the blogging architect for the publishing.

.

HRUN Í FRJÁLSU FALLI?

Óskandi hefði verið að nýtt aðalskipulag tæki sannfærandi á misheppnaðri skipulagsstefnu síðan fyrir 1970 sem magnaðist að áhrifum síðu stuárin fyrir hrun og til hverrar má rekja mörg aðalvandamál, einstaklinga, ríkis og sveitarfélaga þessa dagana.

Þetta virðist því miður ekki vera að ganga eftir þótt svo sé látið í veðri vaka. Rök ráðamanna með (eða án?) fulltingis fagfólks í stjórnsýslunni eru einföld, en ósannfærandi:

1. Þétta á byggð, bara í eða við miðbæinn til að sem flestir geti búið þar sem gott og fallegt er.

Ég spyr:

Af hverju á að þétta byggðina niðri í bæ þegar borgin liggur á upplýsingum um að þéttleiki byggðarinnar er hvað mestur einmitt þar og vel heppnaður, en miklu minni og of gisinn þar sem fjær dregur miðborginni?

Sjá:http://goo.gl/VkRe7.

Gæti þetta ekki leitt til óþarfrar eyðileggjandi þéttingar á kostnað hins góða og fallega miðsvæðis og væri ekki uppbyggilegra og göfugra að gera gott og fallegt annarsstaðar þar sem á skortir?

2. Það á «að reyna að minnka rekstrarkostnað heimilanna með því að gerafólki kleift að búa þar sem það getur dregið úr samgöngukostnaði» í og við miðbæ.

Sjá http://goo.gl/0M5B8.

Þetta getur þýtt tvennt ólíkt:

a)      Er látið að því liggja og er raunhæft að  fólkið sem ekki býr í nálægð við miðborgina flytji búferlum í ný híbýli niðri í bæ til að geta nýtt sér þetta ‘nýja góða skipulag’?  Og þótt það væri hægt, hvað ætti þá að gera við ríflegan húsakostinn sem búið er að byggja úti um holt og hæðir?

Rífa?

b)      Eða, getur verið að ég sé að misskilja röksemdar færsluna?  Meina stjórnvöld að nýtt húsnæði miðsvæðis sé ætlað nýjum íbúum í höfuðborginni en ekki þeim sem búa í úthverfunum?  Eiga þeir þá að halda áfram með sín vandamál,  með tilheyrandi umferð, skort á þjónustu og atvinnutækifærum í næsta nágrenni?  Varla leysir þetta þá rekstrarkostnað úthverfafólksins eða minnkar umferðarþungann?

Þótt upplýst hafi verið um áformin í fleiri blaðagreinum eru markmiðin ennþá óskýr.

Allir borgarbúar sem standa straum af  kostnaði við lóðakaup og skipulagsvinnu við áformin eiga heimtingu á nánari skýringum. Er verið að meina a eða b?

Það er skiljanlegt að ráðamönnum finnist erfitt að horfast í augu við raunveruleg vandamál úthverfanna, álíti þau táknræn fyrir hrunið og vilji helst ekki taka á þeim með töngum. En hér bregðast þeir hlutverki sínu.

Gert er lítið úr heilu hverfunum að íbúum meðtöldum með því að líta í hina áttina og fegra sig með ótrúverðugum sögum um hverfi sem í samanburði er allt í lagi með, eins og Miðbæinn og Vesturbæinn.

Það er nauðsynlegt að byggja nýja framtíðarsýn á hverjum stað á því sem getur gefið lífinu þar gildi. Þótt þeim sem búa niðri í bæ finnist það fínt þar,  þá finnst fleirum sinn fugl fagur.

Það er kannski ekki augljóst fyrir þá sem aldrei hafa búið í út hverfi hvaða kosti má finna þar, en skýringar eru nærtækastar í eldri skipulagsgögnum sem borgin sjálf lagði drög að og bera þar af leiðandi ábyrgð á.  Skipulögin taka fram kosti þessara staða (þótt ekki hafi verið fjölyrt um ókost áætlannanna eins og hefði betur verið gert, og ég er að reyna að gera nú varðandi hið nýja skipulag sem liggur fyrir).

Þar er talað um kostina við að lifa nálægt náttúrunni . Um þetta eru íbúar sammála enn í dag.  Nálægð við græn svæði af  eru hins vegar afskornari skammti niðri í bæ, og verða þau enn rýrari við fyrirhugaðar aðgerðir í skipulaginu sem unnið er að nú.  Við þróun úthverfanna þarf heldur ekki mikið að hafa áhyggjur af ógnun við eldri byggð, og ef hana er þar að finna getur hún nýst vel til að lifta hverfinu.

Í úthverfunum þarf sannarlega raunverulegar umbætur og betri nýtingu, bæði innan húss og utan, gjarna með þéttingu byggðar innan byggðra marka borgarinnar þegar húsakost, sem nú er ansi rúmur og ber að nýta betur, þrýtur. Í enn betri tengslum við náttúruna og í samhengi við viðeigandiog fjölbreytta atvinnusköpun inni í hverfunum sem léttir um ferðarálag og minnkar þeyting til og frá miðborginni.

Hér eru slóðar að fyrri færslum um málið:

http://blog.pressan.is/arkitektur/2013/02/11/landnotkun-thetting-byggdar-borgarbragur/

og

http://blog.pressan.is/arkitektur/2013/02/12/ofvaxid-gatnakerfi-thetting-byggdar/

og

http://blog.pressan.is/arkitektur/2010/01/08/ofvaxin-stofnbraut-i-reykjavik/

Að ofan er athyglisverð mynd sem sýnir nýja vegi sem lagðir hafa verið á síðustu sex árum í ljósbláum lit. Appelsínuguli svæðin eru ætluð verslunarstarfssemi.

Einhver sem sá myndirnar sem fylgja í færslunnu spurði:

Hvað skyldi þetta hafa kostað og hverjir borguðu hvað? Er þetta ekki eins og túrbínutrixin hjá Landsvirkjun? Það þarf fyrir alla muni að halda verkfræðingunum á ríkisspenanum uppi með nægri vinnu. Enda hafa verið enn frekari umbætur á vegakerfinu að sjá t.d. á leiðinni útúr bænum austur og norður. Án þess að neinn hafi sagt múkk!

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: