COMPETITION OR COOPERATION

8 Mar

The problems after the financial crash are inestricably intertwined with the organisation of the built environment in the RCA in the prelude to the climax. The new disposition of the city can be traced to competition between the 7 municipalities in the capital area. The “local agenda” of each municipality was to attract more taxpayers: Inhabitants and companies. If the companies were could not decide the location and the shaping of the built environment around their business in one municipality, they would move their business to the next one. The households suffer for inconvinient environment which could have, had there been political will, been well designed and resilient in the crisis.
In the anticipation of new parliament elections we ask if which of the 20 agencies running for the election (including only 2 women in their leadership) have political will to contribute to the environment coming under control instead of the plans and thus the peoples lives will continue to be determined by random market forces.
Published by DV on March 8th 2013.

SAMKEPPNI EÐA SAMVINNA

Vandamál hrunsins eru órjúfanlega tengd skipulagningu og mótun hins byggða umhverfis á höfuðborgarsvæðinu í aðdragandanum.

Skipulagið má rekja til ­innbyrðis samkeppni sveitarfélaganna um skattgreiðendur: Íbúa og atvinnurekendur. Lokkað var með lóðum fyrir glæsilegt húsnæði með útsýni, risavöxnum verslunum, fyrsta flokks félagsþjónustu og malbiki heim í hús. Bankar kyntu undir samkeppni um lóðir með lánum og ­yfirboðum. Aðilar sem buðu upp á þjónustu með einkaframtaki (verslunareigendur) lofuðu öllu fögru ef þeir fengju að ráða hvernig ­umhverfið var mótað. (Les búðir og bensínsala niðri við hraðbrautina með eins mörgum bílastæðum og hægt er, en ekki í göngufæri inni í ­hverfunum). Ef þessir aðilar fengju ekki sínu framgengt flyttu þeir starfsemina í annað sveitarfélag sem auðveldara væri að eiga við. Ætla mætti að þetta skapaði glundroða á svæðinu sem heild. En á kortinu lítur planið út eins og samantekin ráð tengd saman með hraðbrautinni útfærðri af sjálfu ríkinu.

Útsýnið og malbikið er enn á sínum stað þótt ýmislegt annað hafi látið á sér standa. Vond skipulagning heildarhöfuðborgarsvæðisins á drjúgan þátt í að sveitarfélögin þar eru meira og minna tæknilega gjaldþrota. Og hún hefur ómælda þýðingu fyrir daglegt líf. Vandamálunum má líkja við vistarband fyrri tíma, sem nú bindur stóran hóp á fjárhagslegan klafa og njörvar niður við jaðar borgarinnar. Fyrirkomulagið, í þessu borgarlandslagi sem hannað var fyrir jeppa og þar sem ekki er búið að byggja upp þá félagslegu þjónustu sem reiknað var með, býður upp á nýja samkeppni, nú innan heimilisins: Um bílinn, ­bensínið og tímann til að nota til atvinnu og annarrar uppbyggi­legrar iðju.

Væri ekki betra ef svæðið þar sem tveir þriðju hlutar þjóðarinnar hafa þjappað sér saman, verði skipulagt sem heild þar sem skýr stefna er mótuð um gott samband við landsbyggðina og sem öllum er í hag? Er ekki út í hött að Samband sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafi einn viðskiptafræðing í vinnu meðan Samband íslenskra sveitarfélaga hefur 24 starfsmenn? Og hvergi séu fyrir hendi allar kortaupplýsingar um innviði á höfuðborgarsvæðinu á einum stað? Varla er landsbyggðinni lengur stætt á að telja sér til bóta sundurlaust og stefnulaust höfuðborgarsvæði sem gerir sveitarfélögin þar enn fjárfrekari á ríkisfjárlögum en orðið er.

Spurningin er hvaða framboð ætla að berjast fyrir því að umhverfið hætti að stjórnast af meira og minna sjúklegum markaðslögmálum sem gera að verkum að umhverfið ­verður til trafala, óþurftar og samkeppni innan heimilisins; að skynsamlegri samkeyrðri stjórn verði komið á skipulag höfuðborgarsvæðisins svo það virki betur?

Ef Alþingi mun ekki láta sig varða skipulagsmál höfuðborgarinnar hið fyrsta er hætt við að Ísland sitji fljótlega uppi með eitthvað sem líkist stóra þaggaða máli í bandarísku borgarskipulagi og jafnréttismálunum: Hina frægu mömmu (soccer mom) sem hefur það helsta þjóðfélagslega hlutverk að annast skutl mestan part dagsins.

Spurning mín er hver hinna u.þ.b. 20 framboða sem komin eru fram, með aðeins tvær konur í forysturöðum, ætli að beita sér í þessu stórmáli?

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: